Áherslan á innanríkismál Guðjón Helgason skrifar 28. júní 2007 18:45 Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist. Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira