Helgi Sigurðsson er búinn að skora fyrir Val í síðari leik liðsins gegn Cork City í Intertoto keppninni. Valur tapaði 0-2 í fyrri leik liðanna sem átti sér stað í Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Markið kom á 20 mínútu, en nú er komið hlé.
Valur þarf að sigra með tveimur mörkum ætli liðið sér að komast áfram í keppninni. Ef að staðan verður 2-0 eftir 90. mínútur verður gripið til framlengingar.