Tveir handteknir vegna árásanna í Bretlandi Jónas Haraldsson Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 06:56 Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað. Erlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað.
Erlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira