Tveir handteknir vegna árásanna í Bretlandi Jónas Haraldsson Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 06:56 Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað. Erlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað.
Erlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira