KSÍ tilkynnti í dag um viðurkenningar fyrir 1.-6. umferð í Landsbankadeild kvenna. Valið hefur verið lið umferðanna, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn, auk þess sem Landsbankinn verðlaunaði besta stuðningsliðið.
Mynduð hefur verið sérstök valnefnd fyrir deildina í ár, en hana skipa sjö einstaklingar sem viðtengdir eru kvennaboltanum, auk þess sem Landsbankinn hefur einn atkvæðisrétt.
Leikmaður umferða 1-6: Margrét Lára Viðarsdóttir - Valur
Þjálfari umferða 1-6: Elísabet Gunnarsdóttir - Valur
Lið umferða 1-6:
Markvörður: Guðbjörg Gunnardóttir - Valur
Varnarmenn: Embla Grétarsdóttir - KR, Ásta Árnadóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðný Óðinsdóttir - Valur
Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir - Valur, Guðný Petrína Þórðardóttir - Keflavík, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir - KR
Framherjar: Margrét Lára Viðarsdótttir - Valur, Anna Björg Björnsdóttir - Fylkir
Stuðningsmannaverðlaun umferða 1-6: Stuðningsmenn Fylkis, en Landsbankinn lætur peningaverðlaun renna til yngri flokka félagsins.