Hamilton bjartsýnn á heimavelli 4. júlí 2007 20:29 Lewis Hamilton hefur farið hamförum á tímabilinu og verið á verðlaunapalli í fyrstu átta keppnunum. AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina. Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina.
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira