Montgomerie komst ekki áfram á Opna skoska 14. júlí 2007 15:45 NordicPhotos/GettyImages Colin Montgomerie komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á Opna skoska mótinu í gær og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. Hann lék hringinn í gær á 74 höggum og var samtals á einu höggi yfir pari og hafnaði í 71.-88. sæti og var einu höggi frá því að komast áfram. Monty sigraði á Evrópumótaröðinni um síðustu helgi og var það fyrsti sigur hans í 19 mánuði. Það voru fleiri stór nöfn sem féllu úr keppni í gær; Retief Goosen og Trevor Immelman frá Suður-Afríku var á sama skori og Montgomerie.Frakkinn Gregory Havret og Spánverjinn Jose Manuel Lara voru með forystu eftir 36 holur á samtals 10 höggum undir pari. Havret lék á 64 höggum í gær og Lara á 65 höggum. Phil Mickelson er einu höggi á eftir, en hann lék á 68 höggum í gær. Ernie Els er á samtals 7 höggum undir pari og Sergio Garcia á 6 höggum undir pari.Þetta mót er síðasti möguleikinn fyrir Havret að spila á risamóti á þessu ári, sem hann hefur aldrei gert áður, því að sá keppandi sem endar efstur af þeim leikmönnum sem ekki eru þegar búnir að tryggja sér rétt að spila í risamóti og er einnig í einu af tíu efstu sætunum í mótinu fær þáttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Havret var einu höggi frá því að komast inn á Opna bandaríska mótið og svo endaði hann illa í síðasta móti sem gefur einnig sæti á Opna breska. Havret hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og segir hann að ein af ástæðunum sé að hann skipti um pútter ekki alls fyrir löngu. Hann sá svokallaðan magapútter og ákvað að prófa hann og hefur það gengið mjög vel síðan að pútta. Lara er hins vegar að koma tilbaka eftir að hafa meiðst illa á hæl fyrir rúmlega ári síðan. Hann gat ekkert spilað golf og reyndu sérfræðingar alls kyns aðferðir til að gera hann betri en það var ekki fyrr en hann fór í nálarstunguaðferð hjá sérfræðingi frá Kóreu að hann fór að skána. Hann getur ekki farið út að hlaupa en hann getur gengið og slegið golfbolta. Hann stefnir á sigur í mótinu sem tryggir honum sæti á stærsta og virðulegasta mótinu, Opna breska Meistaramótinu.Kylfingur.is Golf Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Colin Montgomerie komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á Opna skoska mótinu í gær og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. Hann lék hringinn í gær á 74 höggum og var samtals á einu höggi yfir pari og hafnaði í 71.-88. sæti og var einu höggi frá því að komast áfram. Monty sigraði á Evrópumótaröðinni um síðustu helgi og var það fyrsti sigur hans í 19 mánuði. Það voru fleiri stór nöfn sem féllu úr keppni í gær; Retief Goosen og Trevor Immelman frá Suður-Afríku var á sama skori og Montgomerie.Frakkinn Gregory Havret og Spánverjinn Jose Manuel Lara voru með forystu eftir 36 holur á samtals 10 höggum undir pari. Havret lék á 64 höggum í gær og Lara á 65 höggum. Phil Mickelson er einu höggi á eftir, en hann lék á 68 höggum í gær. Ernie Els er á samtals 7 höggum undir pari og Sergio Garcia á 6 höggum undir pari.Þetta mót er síðasti möguleikinn fyrir Havret að spila á risamóti á þessu ári, sem hann hefur aldrei gert áður, því að sá keppandi sem endar efstur af þeim leikmönnum sem ekki eru þegar búnir að tryggja sér rétt að spila í risamóti og er einnig í einu af tíu efstu sætunum í mótinu fær þáttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Havret var einu höggi frá því að komast inn á Opna bandaríska mótið og svo endaði hann illa í síðasta móti sem gefur einnig sæti á Opna breska. Havret hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og segir hann að ein af ástæðunum sé að hann skipti um pútter ekki alls fyrir löngu. Hann sá svokallaðan magapútter og ákvað að prófa hann og hefur það gengið mjög vel síðan að pútta. Lara er hins vegar að koma tilbaka eftir að hafa meiðst illa á hæl fyrir rúmlega ári síðan. Hann gat ekkert spilað golf og reyndu sérfræðingar alls kyns aðferðir til að gera hann betri en það var ekki fyrr en hann fór í nálarstunguaðferð hjá sérfræðingi frá Kóreu að hann fór að skána. Hann getur ekki farið út að hlaupa en hann getur gengið og slegið golfbolta. Hann stefnir á sigur í mótinu sem tryggir honum sæti á stærsta og virðulegasta mótinu, Opna breska Meistaramótinu.Kylfingur.is
Golf Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira