Franski kylfingurinn Gregory Havret sigraði í dag Opna skoska meistaramótinu eftir að bráðaban þurfti til að fá sigurvegara. Havret fór hringina fjóra fór á 14 höggum undir pari, líkt og Phil Mickelson.
Kylfingarnir þurftu því að leika bráðabana og þar hafði Havret betur og tryggði sér rúmar 60 milljónir króna í verðlaunafé og þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst næstkomandi fimmtudag.
Havret er í 320. sæti heimslistans.