Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 12:01 Vinstra heilahvelið stjórnar tali og málfari hjá rétthentu fólki en tilfinningum hjá örvhentu fólki. MYND/Vísir Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira