Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 12:16 Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan. Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan.
Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira