Það var líf og fjör í Tyrklandi fyrr í dag þegar tímatökur fóru fram fyrir Formúlu-1 kappaksturinn í Istanbúl. Það verður Ferrari ökumaðurinn Felipe Massa sem verður á ráspól á morgun eftir spennandi tímatökur. Lewis Hamilton varð rétt á eftir Massa.
Kimi Räikkonen, félagi Massa hjá Ferrari, verður þriðji á ráspól en fjórði verður Fernando Alonso sem ekur á McLaren líkt og Hamilton.
Efstu menn:
1. Felipe Massa
2. Lewis Hamilton
3. Kimi Räikkönen
4. Fernando Alonso
5. Robert Kubica
6. Nick Heidfeld
7. Heikki Kovalainen
8. Nico Rosberg
9. Jarno Trulli
10. G. Fisichella