Hinn eini sanni Tiger Woods sigraði á PGA-stórmótinu í golfi sem lauk á Lemmont í Illinois í kvöld. Woods vann með tveggja högga mun en hann lék lokahringinn á 63 höggum eða átta undir pari og lauk keppni á 22 höggum undir pari.
Aaron Baddeley frá Ástralíu varð annar á tuttugu höggum undir pari.