Jafnlaunavottun úr sögunni? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:30 Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira