Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:45 Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira