Umfangsmikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði 20. september 2007 09:22 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. Eins og greint var frá fyrr í morgun fór aðgerðin af stað eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan. Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst. Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta. Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni. Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni.Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum hér. Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. Eins og greint var frá fyrr í morgun fór aðgerðin af stað eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan. Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst. Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta. Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni. Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni.Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum hér.
Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira