Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna 20. september 2007 19:26 Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun. Pólstjörnumálið Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun.
Pólstjörnumálið Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira