Greið leið fyrir fíkniefnasmyglara víða um land 21. september 2007 13:00 Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi. Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira