Lækka skatta á fólk og fyrirtæki 3. október 2007 12:15 Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu. Fréttir Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira