Hamilton: Ég gerði mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 08:30 Lewis Hamilton er hér heldur niðurlútur eftir keppnina í morgun ásamt karli föður sínum. Nordic Photos / Getty Images „Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta." Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta."
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14
Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32