Körfubolti

Houston semur við Knicks

NordicPhotos/GettyImages

Stórskyttan Allan Houston hefur gert samkomulag við forráðamenn New York Knicks um að leika með liðinu í vetur. Houston hefur ekki leikið í NBA í tvö ár og ekki heilt tímabil í fjögur ár vegna meiðsla sem knúðu hann til að leggja skóna á hilluna. Hann segist í toppformi nú og sagðist vilja klára ferilinn með sæmd frekar en að láta meiðsli neyða sig til þess.

New York hefur reyndar ekki pláss fyrir Houston í leikmannahópi sínum en Isiah Thomas þjálfari segir að ef Houston komi vel út og geti hjálpað gamla liðinu sínu - muni málið verða leyst.

Houston hóf ferilinn hjá Detroit þar sem hann spilaði í þrjú ár en samdi svo við Knicks þar sem hann skrifaði undir umdeildan 100 milljón dollara samning á sínum tíma.

Hann skoraði 17,3 stig að meðaltali á ferlinum í NBA og var með 40% þriggja stiga skotnýtingu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×