Körfubolti

Toronto tapaði fyrir Real Madrid

Andrea Bargnani skoraði 23 stig fyrir Toronto í tapinu gegn Real Madrid
Andrea Bargnani skoraði 23 stig fyrir Toronto í tapinu gegn Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Átta æfingaleikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar af voru þrír þeirra gegn liðum utan deildarinnar. Toronto tapaði naumlega fyrir spænska liðinu Real Madrid 104-103.

Memphis vann nokkuð öruggan sigur á Estudiantes 98-73, New York skellti Maccabi Tel Aviv 112-85 og Atlanta lagði Charltotte 109-104.

Cleveland lagði Detroit 96-90 eftir framlengdan leik þar sem LeBron James skoraði 17 stig fyrir Cleveland. Houston vann auðveldan sigur á gríska liðinu Panathinaikos 107-70.

Phoenix lagði Sacramento 110-99 á útivelli þar sem Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst hjá Phoenix og Grant Hill skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst í sínum fyrsta æfingaleik fyrir félagið. Quincy Douby og Kevin Martin settu 17 stig hvor fyrir Sacramento.

Loks vann Golden State sigur á LA Lakers í æfingaleik í Honolulu þar sem Kelenna Azubuike skoraði 22 stig fyrir Golden State og Marco Belinelli setti 18 stig. Derek Fisher og Vladimir Radmanovic skorauðu 12 stig hvor fyrir Lakers. Fjölmargir lykilmanna beggja liða sátu á bekknum allan tímann.

Nokkrir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í kvöld og nótt og verður leikur Chicago Bulls og Dallas sýndur beint á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu klukkan hálf eitt eftir miðnætti. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×