Enn einn Garðbæingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Andri Ólafsson skrifar 18. október 2007 20:04 Sjötti maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við fíkniefnasmyglið á Fáskrúðsfirði í vikunni er tengdur Garðarbæjarklíkunni svokölluðu í málinu. Hann heitir Arnar Gústafsson og er fæddur 1980. Þrír af fimm sem sitja í varðhaldi vegna málsins eru úr Garðabæjarklíkunni svokölluðu. Arnar er góðvinur bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssonar, sem og Alvars Óskarssonar en allir eru þeir úr Garðabæ og hafa allir verið handteknir vegna þessa máls. Loga Frey, sem búsettur er í Noregi, var hins vegar sleppt skömmu síðar. Allir þessir menn eru æskuvinur úr Garðabæ og hafa verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti undanfarin ár, fyrir utan Loga Frey sem flutti til Noregs fyrir nokkrum árum. Arnar var handtekinn í vikunni en fréttastofa Stöðvar 2 sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því að það hafi verið gert eftir ábendingu frá einum handteknu í málinu. Einar jökull Einarsson er sá eini af þeim sem handtekinn var daginn sem málið komst upp sem ennþá situr í einangrun. Hinir eru allir komnir í lausagæslu. Lögreglan fylgdist grannt með Einari Jökli og Bjarna Hrafnkelssyni sem taldir eru höfuðpaurar málsins áður en það komst upp í síðasta mánuði. Símar þeirra voru hleraðir og þeim veitt eftirför í marga mánuði. Sú rannsókn skildi eftir sig mikið af gögnum sem gagnast við yfirheyrslur nú. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur aflað eru ljósmyndir sem sýna Einar Jökul í bönkum hérlendis að skipta stórum upphæðum í erlendan gjaldeyri. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan skoði einnig peningamillifærslur frá Einari og Bjarna inn á vini og vandamenn í Danmörku. Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Sjötti maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við fíkniefnasmyglið á Fáskrúðsfirði í vikunni er tengdur Garðarbæjarklíkunni svokölluðu í málinu. Hann heitir Arnar Gústafsson og er fæddur 1980. Þrír af fimm sem sitja í varðhaldi vegna málsins eru úr Garðabæjarklíkunni svokölluðu. Arnar er góðvinur bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssonar, sem og Alvars Óskarssonar en allir eru þeir úr Garðabæ og hafa allir verið handteknir vegna þessa máls. Loga Frey, sem búsettur er í Noregi, var hins vegar sleppt skömmu síðar. Allir þessir menn eru æskuvinur úr Garðabæ og hafa verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti undanfarin ár, fyrir utan Loga Frey sem flutti til Noregs fyrir nokkrum árum. Arnar var handtekinn í vikunni en fréttastofa Stöðvar 2 sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því að það hafi verið gert eftir ábendingu frá einum handteknu í málinu. Einar jökull Einarsson er sá eini af þeim sem handtekinn var daginn sem málið komst upp sem ennþá situr í einangrun. Hinir eru allir komnir í lausagæslu. Lögreglan fylgdist grannt með Einari Jökli og Bjarna Hrafnkelssyni sem taldir eru höfuðpaurar málsins áður en það komst upp í síðasta mánuði. Símar þeirra voru hleraðir og þeim veitt eftirför í marga mánuði. Sú rannsókn skildi eftir sig mikið af gögnum sem gagnast við yfirheyrslur nú. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur aflað eru ljósmyndir sem sýna Einar Jökul í bönkum hérlendis að skipta stórum upphæðum í erlendan gjaldeyri. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan skoði einnig peningamillifærslur frá Einari og Bjarna inn á vini og vandamenn í Danmörku.
Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira