Meintir höfuðpaurar í smyglskútumálinu voru saman í Amsterdam 19. október 2007 16:20 Meintir höfuðpaurar voru saman í Amsterdam mánuði áður en dópið var tekið á Fáskrúðsfirði. Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson, sem taldir eru vera höfuðpaurar í smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru saman í Amsterdam mánuði áður en lögreglan lagði hald á 40 kíló af fíkniefnum í höfninni á Fáskrúðsfirði. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Einar Jökull fór til Kaupmannahafnar um miðjan ágúst og hitti Bjarna þar nokkrum dögum síðar. Þeir fóru saman til Amsterdam í Hollandi og dvöldu þar í tvo daga. Heimildir Vísis herma að þar hafi farið fram kaup á þeim efnum sem síðar voru gerð upptæk á Fáskrúðsfirði. Bjarni hélt síðan heim til Íslands en Einar Jökull dvaldi áfram í Kaupmannahöfn þar sem hann hitti smyglskútumennina tvo, Guðbjarna Traustason og Alvar Óskarsson. Hann fór síðan með þeim til bróður síns Loga Freys Einarssonar til Noregs. Eftir það skildu leiðir Eins og Vísir hefur áður greint frá fylgist íslenska og danska lögreglan afar vel með ferðum hinna grunuðu í málinu. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem handteknir voru á smyglskútunni 20. september síðastliðinn, voru undir stífu eftirliti íslenskra og danskra lögreglumanna á mánaðarlöngu ferðalagi þeirra frá miðjum ágúst þar til þeir voru handteknir. Það ferðalag tvímenninganna náði til Danmerkur, Noregs, Hjaltlandseyja, Danmerkur, tíu daga stoppi í Færeyjum og loks til Fáskrúðsfjarðar. Í Færeyjum gistu Guðbjarni og Alvar hjá Birgi Páli Marteinssyni. Þeir skildu eftir tvo kíló af amfetamíni hjá Birgi og var hann handtekinn fljótlega eftir að tvímenninganrir létu úr höfn. Pólstjörnumálið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson, sem taldir eru vera höfuðpaurar í smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru saman í Amsterdam mánuði áður en lögreglan lagði hald á 40 kíló af fíkniefnum í höfninni á Fáskrúðsfirði. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Einar Jökull fór til Kaupmannahafnar um miðjan ágúst og hitti Bjarna þar nokkrum dögum síðar. Þeir fóru saman til Amsterdam í Hollandi og dvöldu þar í tvo daga. Heimildir Vísis herma að þar hafi farið fram kaup á þeim efnum sem síðar voru gerð upptæk á Fáskrúðsfirði. Bjarni hélt síðan heim til Íslands en Einar Jökull dvaldi áfram í Kaupmannahöfn þar sem hann hitti smyglskútumennina tvo, Guðbjarna Traustason og Alvar Óskarsson. Hann fór síðan með þeim til bróður síns Loga Freys Einarssonar til Noregs. Eftir það skildu leiðir Eins og Vísir hefur áður greint frá fylgist íslenska og danska lögreglan afar vel með ferðum hinna grunuðu í málinu. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem handteknir voru á smyglskútunni 20. september síðastliðinn, voru undir stífu eftirliti íslenskra og danskra lögreglumanna á mánaðarlöngu ferðalagi þeirra frá miðjum ágúst þar til þeir voru handteknir. Það ferðalag tvímenninganna náði til Danmerkur, Noregs, Hjaltlandseyja, Danmerkur, tíu daga stoppi í Færeyjum og loks til Fáskrúðsfjarðar. Í Færeyjum gistu Guðbjarni og Alvar hjá Birgi Páli Marteinssyni. Þeir skildu eftir tvo kíló af amfetamíni hjá Birgi og var hann handtekinn fljótlega eftir að tvímenninganrir létu úr höfn.
Pólstjörnumálið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira