Körfubolti

Framundan á NBA TV

Chris Bosh og félagar taka á móti Chicago Bulls í kvöld
Chris Bosh og félagar taka á móti Chicago Bulls í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Klukkan 23:00 í kvöld verður NBA TV rásin á Fjölvarpinu með beina útsendingu frá leik Toronto Raptors og Chicago Bulls á æfingatímabilinu í NBA deildinni. Chicago hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum á undirbúningstímabilinu til þessa en Toronto hefur unnið tvo af sínum fjórum.

Annað kvöld eigast við Boston og Philadelphia í beinni klukkan 23:30 og á sunnudagskvöldið verður NBA TV með beina útsendingu frá leik Dallas og New Orleans klukkan 0:30 eftir miðnætti.

Hér fyrir neðan er dagskráin út æfingatímabilið, en deildarkeppnin hefst formlega 30. október og þá verða beinar útsendingar á hverju kvöldi eins og verið hefur.

Mánudagur 21 okt: New York - Boston kl. 23:30

Þriðjudagur 22. okt: LA Lakers - Utah kl. 02:00

Miðvikudagur 23 okt: LA Clippers - Sacramento kl. 02:30

Fimmtudagur 24 okt: Chicago - Milwaukee kl. 0:30

Föstudagur 25. okt: Boston - Cleveland kl. 23:30

Þá er rétt að geta þess að sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá NBA strax eftir mánaðarmótin og þar verður fyrsti leikurinn viðureign Washington Wizards og Boston Celtics föstudagskvöldið 2. nóvember. Leikurinn verður auglýstur hér á Vísi þegar nær dregur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×