Óttast stjórnarskipti Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 18:45 Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira