Vildi ekki lána Lucky Day Andri Ólafsson skrifar 22. október 2007 10:47 Lucky Day á Fáskrúðsfirði. MYND/Jóhanna Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði. Skútan Lucky Day hefur áður verið í fréttum tengdum Fáskrúðsfjarðarmálinu. Fram hefur komið að henni var siglt til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hún skilinn þar eftir í nokkra mánuði. Komið hefur fram að Einar Jökull var um borð í skútunni og Logi greiddi hafnargjöldin af henni. Bræðurnir eiga hvor um sig helming í skútunni sem er staðsett í Stavanger. Samkvæmt heimildum Vísis fóru þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason allir til Stavanger í Noregi, þar sem Logi Freyr býr, eftir að Einar Jökull hafði gengið frá kaupum á efnunum sem smygla átti, ásamt Bjarna Hrafnkelssyni í Amsterdam. Bjarni hélt þá aftur heim til Íslands en Einar Jökull sá um að koma þeim Alvari og Guðbjarna, sem áttu að sigla með efnin til Íslands, í kynni við bróður sinn í Noregi. Hugmyndin var upphaflega sú að þeir Alvar og Guðbjarni myndu nota Lucky Day við smyglið. Heimildir Vísis herma hinsvegar að það hafi Logi Freyr ekki tekið í mál. Hann var óttasleginn um að grunsemdir höfðu vaknað síðast þegar skútunni var siglt til Fáskrúðsfjarðar og vildi ekki tefla á tvær hættur. Þremenningarnir brugðu þá á það ráð að leigja skútu í Stavanger undir smyglið. Pólstjörnumálið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði. Skútan Lucky Day hefur áður verið í fréttum tengdum Fáskrúðsfjarðarmálinu. Fram hefur komið að henni var siglt til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hún skilinn þar eftir í nokkra mánuði. Komið hefur fram að Einar Jökull var um borð í skútunni og Logi greiddi hafnargjöldin af henni. Bræðurnir eiga hvor um sig helming í skútunni sem er staðsett í Stavanger. Samkvæmt heimildum Vísis fóru þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason allir til Stavanger í Noregi, þar sem Logi Freyr býr, eftir að Einar Jökull hafði gengið frá kaupum á efnunum sem smygla átti, ásamt Bjarna Hrafnkelssyni í Amsterdam. Bjarni hélt þá aftur heim til Íslands en Einar Jökull sá um að koma þeim Alvari og Guðbjarna, sem áttu að sigla með efnin til Íslands, í kynni við bróður sinn í Noregi. Hugmyndin var upphaflega sú að þeir Alvar og Guðbjarni myndu nota Lucky Day við smyglið. Heimildir Vísis herma hinsvegar að það hafi Logi Freyr ekki tekið í mál. Hann var óttasleginn um að grunsemdir höfðu vaknað síðast þegar skútunni var siglt til Fáskrúðsfjarðar og vildi ekki tefla á tvær hættur. Þremenningarnir brugðu þá á það ráð að leigja skútu í Stavanger undir smyglið.
Pólstjörnumálið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira