Guddy, ég ætla að setja tvö úr aukaspyrnum 7. nóvember 2007 12:33 Eiður og Ronaldinho eru mestu mátar NordicPhotos/GettyImages Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo Spænski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Sjá meira
Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo
Spænski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Sjá meira