NBA í nótt: Fimm lið með sjö sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 08:58 Dwayne Wade lék með Miami á nýjan leik í nótt en það dugði ekki til sigurs gegn Seattle. Nordic Photos / Getty Images Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111 NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira