NBA í nótt: Dallas vann meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2007 08:51 Josh Howard kemst hér framhjá Tim Duncan. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Dallas vann San Antonio og Phoenix bar sigurorð af Chicago Bulls. Skelfilegur fyrsti leikhluti varð San Antonio að falli gegn Dallas. Josh Howard fór mikinn í liði Dallas í leikhlutanum og var maðurinn á bak við tvo góða spretti hjá liðinu, 17-1 annars vegar og 11-0 hins vegar. Lokatölur voru 105-92 en San Antonio náði aldrei að ógna forskoti Dallas að einhverju ráði. Manu Ginobili var einu sinni sem oftar stigahæstir leikmaður San Antonio með 25 stig. Hann tók einnig níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Tim Duncan var með 24 stig en Tony Parker einungis sjö. Hann hitti aðeins úr einu skoti sínu af ellefu en gaf reyndar átta stoðsendingar. Allt Dallas-liðið var að leika vel í nótt og var Howard stigahæstur með 23 stig. Devin Harris og Jason Terry voru með átján stig hvor og Dirk Nowitzky sautján. Þetta var annar tapleikur San Antonio á leiktíðinni og sjötti sigurleikur Dallas. Alls eru nú fjögur lið á Vesturströndinni sem eru með 75% sigurhlutfall eða betra. Grant Hill var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Eitt þeirra er Phoenix sem vann tíu stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, 112-102. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og hitti gríðarlega vel, þar af úr fimm af sjö þriggja stiga tilraunum sínum. Phoenix náði að sigla fram úr Chicago í síðasta leikhlutanum en staðan var jöfn þegar þriðja leikhluta lauk, 75-75. Shawn Marion var öflugur á lokasprettinum og skoraði ellefu af sínu 21 stigi í lokaleikhlutanum. Boris Diaw kom svo inn í liðið þegar Amare Stoudamire lenti í miklum villuvandræðum í lokin og skilaði sínu er hann skoraði sjö stig. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Phoenix í nótt en Steve Nash var með tíu stig og fimmtán stoðsendingar. Hjá Chicago var Ben Gordon atkvæðamikill með 24 stig og Luol Deng var með 23 stig og níu fráköst. NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Dallas vann San Antonio og Phoenix bar sigurorð af Chicago Bulls. Skelfilegur fyrsti leikhluti varð San Antonio að falli gegn Dallas. Josh Howard fór mikinn í liði Dallas í leikhlutanum og var maðurinn á bak við tvo góða spretti hjá liðinu, 17-1 annars vegar og 11-0 hins vegar. Lokatölur voru 105-92 en San Antonio náði aldrei að ógna forskoti Dallas að einhverju ráði. Manu Ginobili var einu sinni sem oftar stigahæstir leikmaður San Antonio með 25 stig. Hann tók einnig níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Tim Duncan var með 24 stig en Tony Parker einungis sjö. Hann hitti aðeins úr einu skoti sínu af ellefu en gaf reyndar átta stoðsendingar. Allt Dallas-liðið var að leika vel í nótt og var Howard stigahæstur með 23 stig. Devin Harris og Jason Terry voru með átján stig hvor og Dirk Nowitzky sautján. Þetta var annar tapleikur San Antonio á leiktíðinni og sjötti sigurleikur Dallas. Alls eru nú fjögur lið á Vesturströndinni sem eru með 75% sigurhlutfall eða betra. Grant Hill var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Eitt þeirra er Phoenix sem vann tíu stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, 112-102. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og hitti gríðarlega vel, þar af úr fimm af sjö þriggja stiga tilraunum sínum. Phoenix náði að sigla fram úr Chicago í síðasta leikhlutanum en staðan var jöfn þegar þriðja leikhluta lauk, 75-75. Shawn Marion var öflugur á lokasprettinum og skoraði ellefu af sínu 21 stigi í lokaleikhlutanum. Boris Diaw kom svo inn í liðið þegar Amare Stoudamire lenti í miklum villuvandræðum í lokin og skilaði sínu er hann skoraði sjö stig. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Phoenix í nótt en Steve Nash var með tíu stig og fimmtán stoðsendingar. Hjá Chicago var Ben Gordon atkvæðamikill með 24 stig og Luol Deng var með 23 stig og níu fráköst.
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira