Haft í hótunum Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira