Fyrsta tap Boston Celtics 19. nóvember 2007 09:29 Boston nýtti 53% skota sinna gegn Orlando en það nægði ekki til sigurs að þessu sinni NordicPhotos/GettyImages Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira