Fyrsta tap Boston Celtics 19. nóvember 2007 09:29 Boston nýtti 53% skota sinna gegn Orlando en það nægði ekki til sigurs að þessu sinni NordicPhotos/GettyImages Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans. NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans.
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira