Skotsýning frá Nowitzki bjargaði Dallas 21. nóvember 2007 08:53 Dirk Nowitzki skoraði þrjá þrista á innan við mínútu í lok þriðja leikhlutans NordicPhotos/GettyImages Dallas átti bestu endurkomu í sögu félagsins í NBA deildinni í nótt þegar liðið lenti 24 stigum undir gegn Toronto á heimavelli en tryggði sér sigur 105-99 með ótrúlegum spretti í þriðja leikhlutanum. New York Knicks tapaði enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar það steinlá heima fyrir Golden State Warriors. Stuðningsmenn liðsins létu óánægju sína vel í ljós í Madison Square Garden. Golden State vann sannfærandi 108-82 sigur á heimamönnum sem töpuðu sjöunda leiknum í röð. Stephon Marbury var settur aftur inn í byrjunarlið New York en það skilaði litlu að þessu sinni. Baron Davis var góður í liði gestanna og skoraði 31 stig og Stephen Jackson skoraði 23 stig, en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York og Zach Randolph skoraði 15 stig og hirti 16 fráköst. Áhorfendur í Madison létu óánægju sína í ljós með því að hrópa "rekið Isiah" í kór og þjálfarinn sagðist reyndar skilja þá vel eftir svona frammistöðu frá liðinu. San Antonio vann frekar fyrirhafnarlítinn sigur á Atlanta á útivelli 95-83 þar sem Tony Parker skoraði 31 stig fyrir gestina en Joe Johnson var með 20 fyrir heimamenn. Milwaukee batt enda á sjö leikja taphrinu gegn Cleveland með 111-107 útisigri. Michael Redd hjá Milwaukee og LeBron James hjá Cleveland skoruðu 34 stig hvor í leiknum. LA Lakers setti stigamet á tímabilinu með því að bursta Indiana 134-114 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers, þar af 26 í fyrri hálfleik, Jordan Farmar setti persónulegt met með 18 stigum og Andrew Bynum skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Shawne Williams skoraði 24 stig fyrir Indiana sem er persónulegt met. Lakers-liðið skipti í gær á leikmönnum við Orlando þar sem það fékk framherjann Trevor Ariza frá Flórídaliðinu í staðin fyrir þá Brian Cook og Maurice Evans. Washington vann góðan útisigur á Philadelphia 116-101 þar sem Louis Williams skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Andray Blatche skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Washington sem var án Gilbert Arenas annan leikinn í röð. Framlag beggja leikmanna var persónulegt met, en Blatche var svo ánægður með sinn leik að hann sagðist vera að hugleiða að byrja að blogga eins og frægur samherji hans Gilbert Arenas. "Er manninum alvara?" sagði samherji hans Brendan Haywood þegar hann heyrði af fyrirætlunum félaga síns. Dallas lenti mest 24 stigum undir á heimavelli í leik sínum gegn Toronto en náði samt að knýja fram 105-99 sigur með því að vinna þriðja leikhlutann með 21 stigs mun. Dallas hefur þar með unnið alla sex heimaleiki sína í vetur og var þetta stærsta endurkoma í sögu liðsins. Chris Bosh skoraði 31 stig og skoraði 12 fráköst fyrir Toronto, en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas - þar af fjórar þriggja stiga körfur á síðustu 1 mínútunni og 41 sekúndunni í þriðja leikhlutanum. Hann skoraði alls 18 stig í leikhlutanum. Dallas hefur áður komið til baka eftir að hafa verið 24 stigum undir gegn Toronto, en það var árið 2006 og þá í framlengdum leik. Denver vann sjötta leik sinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á heillum horfnu liði Chicago Bulls 112-91 á heimavelli. Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 12 stig og hirti 20 fráköst, en nýliðinn Joakim Noah skoraði 16 stig fyrir gestina. Þetta er versta byrjun Chicago í deildinni í þrjú ár - eða síðan liðið tapaði fyrstu 9 leikjum sínum í röð það árið. Loks vann Phoenix nauman útisigur á Sacramento 100-98 þar sem varið skot Amare Stoudemire í lokin bjargaði Phoenix frá óvæntu tapi. Stoudemire skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Ron Artest skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina. Leandro Barbosa bætti við 22 stigum fyrir Phoenix og Grant Hill 19. Steve Nash var með 14 stig og 12 stoðsendingar. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Dallas átti bestu endurkomu í sögu félagsins í NBA deildinni í nótt þegar liðið lenti 24 stigum undir gegn Toronto á heimavelli en tryggði sér sigur 105-99 með ótrúlegum spretti í þriðja leikhlutanum. New York Knicks tapaði enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar það steinlá heima fyrir Golden State Warriors. Stuðningsmenn liðsins létu óánægju sína vel í ljós í Madison Square Garden. Golden State vann sannfærandi 108-82 sigur á heimamönnum sem töpuðu sjöunda leiknum í röð. Stephon Marbury var settur aftur inn í byrjunarlið New York en það skilaði litlu að þessu sinni. Baron Davis var góður í liði gestanna og skoraði 31 stig og Stephen Jackson skoraði 23 stig, en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York og Zach Randolph skoraði 15 stig og hirti 16 fráköst. Áhorfendur í Madison létu óánægju sína í ljós með því að hrópa "rekið Isiah" í kór og þjálfarinn sagðist reyndar skilja þá vel eftir svona frammistöðu frá liðinu. San Antonio vann frekar fyrirhafnarlítinn sigur á Atlanta á útivelli 95-83 þar sem Tony Parker skoraði 31 stig fyrir gestina en Joe Johnson var með 20 fyrir heimamenn. Milwaukee batt enda á sjö leikja taphrinu gegn Cleveland með 111-107 útisigri. Michael Redd hjá Milwaukee og LeBron James hjá Cleveland skoruðu 34 stig hvor í leiknum. LA Lakers setti stigamet á tímabilinu með því að bursta Indiana 134-114 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers, þar af 26 í fyrri hálfleik, Jordan Farmar setti persónulegt met með 18 stigum og Andrew Bynum skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Shawne Williams skoraði 24 stig fyrir Indiana sem er persónulegt met. Lakers-liðið skipti í gær á leikmönnum við Orlando þar sem það fékk framherjann Trevor Ariza frá Flórídaliðinu í staðin fyrir þá Brian Cook og Maurice Evans. Washington vann góðan útisigur á Philadelphia 116-101 þar sem Louis Williams skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Andray Blatche skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Washington sem var án Gilbert Arenas annan leikinn í röð. Framlag beggja leikmanna var persónulegt met, en Blatche var svo ánægður með sinn leik að hann sagðist vera að hugleiða að byrja að blogga eins og frægur samherji hans Gilbert Arenas. "Er manninum alvara?" sagði samherji hans Brendan Haywood þegar hann heyrði af fyrirætlunum félaga síns. Dallas lenti mest 24 stigum undir á heimavelli í leik sínum gegn Toronto en náði samt að knýja fram 105-99 sigur með því að vinna þriðja leikhlutann með 21 stigs mun. Dallas hefur þar með unnið alla sex heimaleiki sína í vetur og var þetta stærsta endurkoma í sögu liðsins. Chris Bosh skoraði 31 stig og skoraði 12 fráköst fyrir Toronto, en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas - þar af fjórar þriggja stiga körfur á síðustu 1 mínútunni og 41 sekúndunni í þriðja leikhlutanum. Hann skoraði alls 18 stig í leikhlutanum. Dallas hefur áður komið til baka eftir að hafa verið 24 stigum undir gegn Toronto, en það var árið 2006 og þá í framlengdum leik. Denver vann sjötta leik sinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á heillum horfnu liði Chicago Bulls 112-91 á heimavelli. Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 12 stig og hirti 20 fráköst, en nýliðinn Joakim Noah skoraði 16 stig fyrir gestina. Þetta er versta byrjun Chicago í deildinni í þrjú ár - eða síðan liðið tapaði fyrstu 9 leikjum sínum í röð það árið. Loks vann Phoenix nauman útisigur á Sacramento 100-98 þar sem varið skot Amare Stoudemire í lokin bjargaði Phoenix frá óvæntu tapi. Stoudemire skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Ron Artest skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina. Leandro Barbosa bætti við 22 stigum fyrir Phoenix og Grant Hill 19. Steve Nash var með 14 stig og 12 stoðsendingar.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira