Phil Jackson: Shaq er ekki búinn 23. nóvember 2007 16:45 Jackson og O´Neal voru góðir saman hjá Lakers NordicPhotos/GettyImages Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira