Líkfundarmaður ferðaðist á eftirnafni konu sinnar Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. nóvember 2007 13:13 Tomas Malakauskas sem fékk dóm í Líkfundarmálinu svokallaða ferðaðist hingað til lands á eftirnafni konu sinnar samkvæmt heimildum Vísis. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að greiningardeild embættisins hafi haft grunsemdir um að hann væri kominn hingað til lands og hafið leit að honum á mánudag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra. Tomas hafi farið huldu höfði vegna endurkomubannsins. Tomas og annar maður voru svo handteknir á þriðjudag með meint fíkniefni sem talið er að séu 100 grömm af amfetamíni. Við nánari skoðun á skilríkjum þeirra kom í ljós að Tomas var í endurkomubanni. Í Litháen munu vera í gildi reglur um að maður geti tekið upp fjölskyldunafn eiginkonu sinnar. Nafnið breytist við að skiptast í karlkyn þannig að eftirnafn hjónanna verður ekki eins. Heimildir Vísis herma að pappírarnir sem Tomas ferðaðist á hafi verið á því nafni og þeir hafi líklega verið fengnir með löglegum hætti í Litháen. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar segir að reynt verði að gefa út ákæru á hendur Tomasi eins fljótt og auðið er. Bæði fíkniefnaþátturinn og brot á endurkomubanni varði fangelsisrefsingu. Tomas var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þætti fíkniefnadeildarinnar í rannsókn málsins sé lokið. Tomas afplánaði dóm hér á landi vegna líkfundarmálsins en var vísað úr landi þegar hann var leystur úr haldi. Líkfundarmálið Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Tomas Malakauskas sem fékk dóm í Líkfundarmálinu svokallaða ferðaðist hingað til lands á eftirnafni konu sinnar samkvæmt heimildum Vísis. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að greiningardeild embættisins hafi haft grunsemdir um að hann væri kominn hingað til lands og hafið leit að honum á mánudag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra. Tomas hafi farið huldu höfði vegna endurkomubannsins. Tomas og annar maður voru svo handteknir á þriðjudag með meint fíkniefni sem talið er að séu 100 grömm af amfetamíni. Við nánari skoðun á skilríkjum þeirra kom í ljós að Tomas var í endurkomubanni. Í Litháen munu vera í gildi reglur um að maður geti tekið upp fjölskyldunafn eiginkonu sinnar. Nafnið breytist við að skiptast í karlkyn þannig að eftirnafn hjónanna verður ekki eins. Heimildir Vísis herma að pappírarnir sem Tomas ferðaðist á hafi verið á því nafni og þeir hafi líklega verið fengnir með löglegum hætti í Litháen. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar segir að reynt verði að gefa út ákæru á hendur Tomasi eins fljótt og auðið er. Bæði fíkniefnaþátturinn og brot á endurkomubanni varði fangelsisrefsingu. Tomas var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þætti fíkniefnadeildarinnar í rannsókn málsins sé lokið. Tomas afplánaði dóm hér á landi vegna líkfundarmálsins en var vísað úr landi þegar hann var leystur úr haldi.
Líkfundarmálið Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira