Eiður Smári vill spila á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2007 09:50 Eiður Smári stekkur yfir Kader Keita, leikmann Lyon. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga." Spænski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga."
Spænski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira