Körfubolti

Meiðsli Duncan ekki alvarleg

Tim Duncan
Tim Duncan NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio mun missa af leik liðsins við Dallas Mavericks í NBA deildinni annað kvöld, en meiðslin sem hann varð fyrir í leik gegn Portland í fyrrakvöld voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.

Duncan sneri sig á ökkla og fékk hnykk á hnéð og óttuðust forráðamenn Spurs að stjarna þeirra yrði frá keppni í langan tíma. Hann var myndaður í gærkvöldi og þar kom í ljós að meiðsli hans eru ekki alvarleg.

Ef Duncan missir úr eina eða tvær vikur getur lið San Antonio huggað sig við það að aðeins þrír af næstu tólf leikjum liðsins verða á útivelli í þessum mánuði.

San Antonio er með besta árangur allra liða í NBA á heimavelli (10-0) ásamt Boston (9-0). Þetta eru einu taplausu liðin á heimavelli í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×