Joe Cortez dæmir bardaga ársins 4. desember 2007 14:10 Joe Cortez ræðir við Mike Tyson NordicPhotos/GettyImages Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira