Hatton og Mayweather lenti saman 6. desember 2007 10:41 Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather. Box Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather.
Box Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira