Bubbi: Tvímælalaust bardagi ársins 6. desember 2007 15:25 Bubbi Morthens á von á frábærum bardaga um helgina Mynd/Gva Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins
Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira