Níu sigrar í röð hjá Boston 17. desember 2007 09:52 Paul Pierce á fullri ferð fyrir Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993. Paul Pierce skoraði mest fyir Boston eða 18 stig og Kevin Garnett 18, en það var fyrst og fremst góður varnarleikur liðsins sem skilaði sigrinum. Ray Allen lék ekki með Boston vegna ökklameiðsla en verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik. Boston hefur nú unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum og aðeins lið félagsins frá árinu 1963-64 byrjaði jafn vel. Það lið varð NBA meistari vorið eftir. Detroit burstaði Golden State 109-87 fyrir hálfu húsi þar sem fáir áhorfendur komust á leikinn vegna veðurs. Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir Detroit og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Leikurinn var spilaður upp úr hádegi að austurtíma og því nokkuð erfiður fyrir liðið af Kyrrahafsströndinni sem er á erfiðu ferðalagi. "Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik og fengum rassskellingu," sagði Stephen Jackson hjá Golden State, en hann og Matt Barnes (15 stig) voru einu mennirnir sem skoruðu yfir 10 stig fyrir gestina. Portland heldur áfram óvæntri sigurgöngu sinni og skellti Denver á útivelli í nótt 116-105. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Allen Iverson 38 fyrir Denver. Þetta var sjöundi sigurleikur Portland í röð og þriðji í röð á útivelli. Liðið tapaði fyrstu níu útileikjum sínum í upphafi deildarkeppninnar. Loks vann LA Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í Clippers 113-92. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Clippers en Kobe Bryant var með 32 stig fyrir Lakers þrátt fyrir að vera tæpur fyrir leikinn vegna nárameiðsla. Þá skoraði Sasha Vujacic öll 14 stig sín fyrir Lakers í fjórða leikhlutanum. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993. Paul Pierce skoraði mest fyir Boston eða 18 stig og Kevin Garnett 18, en það var fyrst og fremst góður varnarleikur liðsins sem skilaði sigrinum. Ray Allen lék ekki með Boston vegna ökklameiðsla en verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik. Boston hefur nú unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum og aðeins lið félagsins frá árinu 1963-64 byrjaði jafn vel. Það lið varð NBA meistari vorið eftir. Detroit burstaði Golden State 109-87 fyrir hálfu húsi þar sem fáir áhorfendur komust á leikinn vegna veðurs. Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir Detroit og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Leikurinn var spilaður upp úr hádegi að austurtíma og því nokkuð erfiður fyrir liðið af Kyrrahafsströndinni sem er á erfiðu ferðalagi. "Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik og fengum rassskellingu," sagði Stephen Jackson hjá Golden State, en hann og Matt Barnes (15 stig) voru einu mennirnir sem skoruðu yfir 10 stig fyrir gestina. Portland heldur áfram óvæntri sigurgöngu sinni og skellti Denver á útivelli í nótt 116-105. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Allen Iverson 38 fyrir Denver. Þetta var sjöundi sigurleikur Portland í röð og þriðji í röð á útivelli. Liðið tapaði fyrstu níu útileikjum sínum í upphafi deildarkeppninnar. Loks vann LA Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í Clippers 113-92. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Clippers en Kobe Bryant var með 32 stig fyrir Lakers þrátt fyrir að vera tæpur fyrir leikinn vegna nárameiðsla. Þá skoraði Sasha Vujacic öll 14 stig sín fyrir Lakers í fjórða leikhlutanum.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira