Níu sigrar í röð hjá Boston 17. desember 2007 09:52 Paul Pierce á fullri ferð fyrir Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993. Paul Pierce skoraði mest fyir Boston eða 18 stig og Kevin Garnett 18, en það var fyrst og fremst góður varnarleikur liðsins sem skilaði sigrinum. Ray Allen lék ekki með Boston vegna ökklameiðsla en verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik. Boston hefur nú unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum og aðeins lið félagsins frá árinu 1963-64 byrjaði jafn vel. Það lið varð NBA meistari vorið eftir. Detroit burstaði Golden State 109-87 fyrir hálfu húsi þar sem fáir áhorfendur komust á leikinn vegna veðurs. Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir Detroit og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Leikurinn var spilaður upp úr hádegi að austurtíma og því nokkuð erfiður fyrir liðið af Kyrrahafsströndinni sem er á erfiðu ferðalagi. "Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik og fengum rassskellingu," sagði Stephen Jackson hjá Golden State, en hann og Matt Barnes (15 stig) voru einu mennirnir sem skoruðu yfir 10 stig fyrir gestina. Portland heldur áfram óvæntri sigurgöngu sinni og skellti Denver á útivelli í nótt 116-105. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Allen Iverson 38 fyrir Denver. Þetta var sjöundi sigurleikur Portland í röð og þriðji í röð á útivelli. Liðið tapaði fyrstu níu útileikjum sínum í upphafi deildarkeppninnar. Loks vann LA Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í Clippers 113-92. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Clippers en Kobe Bryant var með 32 stig fyrir Lakers þrátt fyrir að vera tæpur fyrir leikinn vegna nárameiðsla. Þá skoraði Sasha Vujacic öll 14 stig sín fyrir Lakers í fjórða leikhlutanum. NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993. Paul Pierce skoraði mest fyir Boston eða 18 stig og Kevin Garnett 18, en það var fyrst og fremst góður varnarleikur liðsins sem skilaði sigrinum. Ray Allen lék ekki með Boston vegna ökklameiðsla en verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik. Boston hefur nú unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum og aðeins lið félagsins frá árinu 1963-64 byrjaði jafn vel. Það lið varð NBA meistari vorið eftir. Detroit burstaði Golden State 109-87 fyrir hálfu húsi þar sem fáir áhorfendur komust á leikinn vegna veðurs. Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir Detroit og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Leikurinn var spilaður upp úr hádegi að austurtíma og því nokkuð erfiður fyrir liðið af Kyrrahafsströndinni sem er á erfiðu ferðalagi. "Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik og fengum rassskellingu," sagði Stephen Jackson hjá Golden State, en hann og Matt Barnes (15 stig) voru einu mennirnir sem skoruðu yfir 10 stig fyrir gestina. Portland heldur áfram óvæntri sigurgöngu sinni og skellti Denver á útivelli í nótt 116-105. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Allen Iverson 38 fyrir Denver. Þetta var sjöundi sigurleikur Portland í röð og þriðji í röð á útivelli. Liðið tapaði fyrstu níu útileikjum sínum í upphafi deildarkeppninnar. Loks vann LA Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í Clippers 113-92. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Clippers en Kobe Bryant var með 32 stig fyrir Lakers þrátt fyrir að vera tæpur fyrir leikinn vegna nárameiðsla. Þá skoraði Sasha Vujacic öll 14 stig sín fyrir Lakers í fjórða leikhlutanum.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti