Alvaran að byrja hjá Boston 17. desember 2007 13:25 Þríeykið stóra hjá Boston (Garnett, Pierce og Allen) hefur staðið vel undir væntingum í vetur NordicPhotos/GettyImages Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Þessi byrjun liðsins er sannarlega frábær og sú næst besta í sögu félagsins á þessum tímapunkti, en til eru menn sem segja þessa byrjun ekki gefa rétta mynd af styrk liðsins vegna þess að liðið hefur átt nokkuð þægilega leiki fyrsta einn og hálfa mánuðinn af leiktíðinni. Boston hefur þannig aðeins spilað fjóra af þessum leikjum sínum við lið úr Vesturdeildinni, sem er mun sterkari en Austurdeildin. Boston hefur reyndar unnið alla fjóra leiki sína gegn andstæðingum úr vestrinu til þessa, en Vesturdeildin hefur að geyma 9 lið sem eru með 50% vinningshlutfall gegn aðeins 5. Nú fer brátt í hönd erfiður kafli í töflunni hjá Boston þar sem m.a. er á dagskránni fyrsta keppnisferðin á vesturströndina. Þar fæst væntanlega úr því skorið hvort Boston ætlar að blanda sér af alvöru í hóp þeirra liða sem hafa verið sterkust í deildinni síðustu ár. Liðið vann sannfærandi sigur á Toronto í nótt þrátt fyrir að vera án skotbakvarðarins Ray Allen og á miðvikudagskvöldið tekur liðið á móti fyrnasterku liði Detroit. Næstu leikir Boston eru svo heimaleikir gegn Chicago og Orlando, en á annan í jólum heldur liðið á ferðalag um Vesturdeildina þar sem liðið mætir Sacramento, Seattle, Utah og LA Lakers í fjórum útileikjum á fimm dögum. Eftir þá törn má ætla að hægt verði að sjá hvort Boston er raunverulega lið sem getur gert tilkall til þess að teljast eitt af liðunum sem eru sigurstranglegust í deildinni næsta vor, en því er ekki að neita að byrjun liðsins hefur verið einstaklega góð. Kevin Garnett og Paul PierceNordicPhotos/GettyImages Lykilmenn Boston í vetur: Paul Pierce/framherji: 20,9 stig, 5,4 fráköst, 5 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 35% nýting í þristum. Ray Allen/bakvörður: 19,2 stig, 4,3 fráköst, 91% vítanýting, 35% nýting í þristum. Kevin Garnett/framherji: 18,8 stig, 10,4 fráköst, 3,7 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 1,55 varin skot, 55% skotnýting. Rajon Rondo/bakvörður: 9 stig, 5,2 stoðsendingar, 3,9 fráköst, 1,68 stolnir, 53% skotnýting. Kendrick Perkins/miðherji: 7 stig, 4,9 fráköst, 1,38 varin, 63,2% skotnýting. Eddie House/bakvörður: 8,5 stig, 44,9% nýting í þristum. James Posey/framherji: 7,7 stig, 4,3 fráköst, 45,6% nýting í þristum. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Þessi byrjun liðsins er sannarlega frábær og sú næst besta í sögu félagsins á þessum tímapunkti, en til eru menn sem segja þessa byrjun ekki gefa rétta mynd af styrk liðsins vegna þess að liðið hefur átt nokkuð þægilega leiki fyrsta einn og hálfa mánuðinn af leiktíðinni. Boston hefur þannig aðeins spilað fjóra af þessum leikjum sínum við lið úr Vesturdeildinni, sem er mun sterkari en Austurdeildin. Boston hefur reyndar unnið alla fjóra leiki sína gegn andstæðingum úr vestrinu til þessa, en Vesturdeildin hefur að geyma 9 lið sem eru með 50% vinningshlutfall gegn aðeins 5. Nú fer brátt í hönd erfiður kafli í töflunni hjá Boston þar sem m.a. er á dagskránni fyrsta keppnisferðin á vesturströndina. Þar fæst væntanlega úr því skorið hvort Boston ætlar að blanda sér af alvöru í hóp þeirra liða sem hafa verið sterkust í deildinni síðustu ár. Liðið vann sannfærandi sigur á Toronto í nótt þrátt fyrir að vera án skotbakvarðarins Ray Allen og á miðvikudagskvöldið tekur liðið á móti fyrnasterku liði Detroit. Næstu leikir Boston eru svo heimaleikir gegn Chicago og Orlando, en á annan í jólum heldur liðið á ferðalag um Vesturdeildina þar sem liðið mætir Sacramento, Seattle, Utah og LA Lakers í fjórum útileikjum á fimm dögum. Eftir þá törn má ætla að hægt verði að sjá hvort Boston er raunverulega lið sem getur gert tilkall til þess að teljast eitt af liðunum sem eru sigurstranglegust í deildinni næsta vor, en því er ekki að neita að byrjun liðsins hefur verið einstaklega góð. Kevin Garnett og Paul PierceNordicPhotos/GettyImages Lykilmenn Boston í vetur: Paul Pierce/framherji: 20,9 stig, 5,4 fráköst, 5 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 35% nýting í þristum. Ray Allen/bakvörður: 19,2 stig, 4,3 fráköst, 91% vítanýting, 35% nýting í þristum. Kevin Garnett/framherji: 18,8 stig, 10,4 fráköst, 3,7 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 1,55 varin skot, 55% skotnýting. Rajon Rondo/bakvörður: 9 stig, 5,2 stoðsendingar, 3,9 fráköst, 1,68 stolnir, 53% skotnýting. Kendrick Perkins/miðherji: 7 stig, 4,9 fráköst, 1,38 varin, 63,2% skotnýting. Eddie House/bakvörður: 8,5 stig, 44,9% nýting í þristum. James Posey/framherji: 7,7 stig, 4,3 fráköst, 45,6% nýting í þristum.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira