Kossinn í Avignon Einar Már Jónsson skrifar 2. janúar 2008 06:30 Eins og lög gera ráð fyrir féll að lokum dómur á mál stúlkunnar sem smellti kossi á einlitt og mjallahvítt málverk eftir Cy Wombly, þannig að það var ekki einlitt og mjallahvítt lengur heldur kom á það eldrautt far eftir varalit. En frá þessu máli hef ég þegar sagt á þessum blöðum. Dómurinn var að vísu ekki mjög þungur, hann hljóðaði upp á 1500 evra sekt og hundrað klukkustunda vinnu við eitthvað sem varðaði almenningsheill. Var það víðsfjarri þeim kröfum sem ákærendur höfðu gert, en þeir heimtuðu m.a. tvær miljónir evra í skaðabætur - en sú upphæð var talin vera kaupverð meistaraverksins - auk ýmislegs annars, svo sem drjúgra endurgreiðslna á "rannsóknarkostnaði". Virðist dómarinn hafa tekið skýringar stúlkunnar gildar að einhverju leyti, en hún sagðist alls ekki hafa ætlað að vinna nein spellvirki heldur hafi hún orðið altekin slíkri ofurást á þessari snilld að hún hafi ekki getað stillt sig um að tjá hana með þessum litríka hætti. En vitanlega var ekki við hæfi að það væri refsivaldið sem hefði síðasta orðið. Allra augu hvíldu nú á listamönnum og menn veltu því fyrir sér hvaða vopn þeir myndu velja til að svara þessari lúalegu árás á listina. Spennan var mikil. Stjórnandi gallarísins sem málverkið átti viðurkenndi að í byrjun hefði hann ekki gert sér grein fyrir því hve málið var alvarlegt, hann hefði ekki áttað sig fyrr en hann varð þess var að fréttastofan AFP sendi út fimm fréttaskeyti um það á dag og hann var spurður hvort hann vildi semja handrit að sjónvarpsmynd um gjörninginn.. Og þá þyrmdi yfir hann: "þetta var geðveiki sem ég hef ekki enn náð mér eftir", sagði hann. Eitthvað varð að gera til að sýna að engum vandalisma yrði látið ósvarað. Listamenn svöruðu með festu og alvöruþunga. Hinn 28. október var opnuð voldug sýning í Avigon, borginni þar sem ódæðið var framið, hún var á þremur hæðum og nefndist "Ég kyssi ekki". Fjöldamargir listamenn buðu fram verk sín óbeðnir, sum þeirra voru beinlínis gerð af þessu tilefni, til annarra var leitað, svo og til fjölmargra safna, og fengin voru verk eftir látna listamenn. Allir þekktustu fulltrúar nútímalistar áttu verk á sýningunni, og einnig margir ungir og óþekktir snillingar, og til að koma henni fyrir var annarri sýningu, sem ráðgerð hafði verið, frestað til næsta vors. Sýningin var skipulögð þannig að hún væri í senn stefnuskrá listamanna gegn vandalisma og hefði þar að auki uppeldislegt gildi. Fyrsti hluti hennar fjallaði um "Kossinn" frá öllum sjónarmiðum og -hornum, þar voru frægir kossar úr kvikmyndum, gjörningur eftir Orlan frá 1977 sem nefndist "Koss listamannsins", og alls kynns munnar, bæði opnir og lokaðir, "alltaf grípandi og stundum blekkjandi" eins og blaðamenn komust að orði, eftir listamenn eins og Andy Warhol o.fl. Í öðrum hluta sýningarinnar var farið lengra. Þar var t.d. sýnt að ógerningur væri að vernda listaverk fyllilega án þess að listin sjálf hyrfi við það. Verk eftir Daniel Buren átti að minna á hvernig fjölmiðlar gætu með sínu myrkravaldi snúið almenningi upp á móti skapandi list (það var í tilefni röndóttu súlnanna sem hann tróð niður í 18. aldar súlnagarðinum í Palais Royal í París við fremur litla hrifningu), og Anselm Kiefer sýndi andstöðuna milli hins nauðsynlega ofbeldis listarinnar og marklauss ofbeldis myndbrjótanna. Svo vantaði að sjálfsögðu ekki Mónu Lísu með skegg eftir Marcel Duchamp og átti hún að vera til sönnunar fyrir því að viðbót sína hefði listamaðurinn að vísu krotað á eftirprentun en ekki frummyndina sjálfa, sem enn hangir skegglaus í Louvre það best verður séð. En þriðji hlutinn var hápunktur sýningarinnar, hann var í mjallahvítum sal og allur gerður hinu kossi spillta verki Cy Womblys til virðingar. Þar var m.a. þrískipt mynd eftir Robert Ryman sem hafði hlotið svipuð örlög og minnti menn nú á hve viðkvæm öll hin listræna arfleifð getur verið. Hún var nefnilega einnig snjóhvítur einlitungur sem fengið hafði á sig samskonar kossafar fyrir fimmtán árum (en það sýnir hið lifandi samhengi í sögu nútímalistar). Myndin hafði verið hreinsuð og fengið aftur sinn tandurhvíta lit. En eftir því sem árin höfðu liðið, hafði varalitsmerkið smám saman komið fram aftur. "Þetta er eins og merki um dóm guðs", sagði eigandi gallerísins, og virtist það vera honum nokkur huggun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Eins og lög gera ráð fyrir féll að lokum dómur á mál stúlkunnar sem smellti kossi á einlitt og mjallahvítt málverk eftir Cy Wombly, þannig að það var ekki einlitt og mjallahvítt lengur heldur kom á það eldrautt far eftir varalit. En frá þessu máli hef ég þegar sagt á þessum blöðum. Dómurinn var að vísu ekki mjög þungur, hann hljóðaði upp á 1500 evra sekt og hundrað klukkustunda vinnu við eitthvað sem varðaði almenningsheill. Var það víðsfjarri þeim kröfum sem ákærendur höfðu gert, en þeir heimtuðu m.a. tvær miljónir evra í skaðabætur - en sú upphæð var talin vera kaupverð meistaraverksins - auk ýmislegs annars, svo sem drjúgra endurgreiðslna á "rannsóknarkostnaði". Virðist dómarinn hafa tekið skýringar stúlkunnar gildar að einhverju leyti, en hún sagðist alls ekki hafa ætlað að vinna nein spellvirki heldur hafi hún orðið altekin slíkri ofurást á þessari snilld að hún hafi ekki getað stillt sig um að tjá hana með þessum litríka hætti. En vitanlega var ekki við hæfi að það væri refsivaldið sem hefði síðasta orðið. Allra augu hvíldu nú á listamönnum og menn veltu því fyrir sér hvaða vopn þeir myndu velja til að svara þessari lúalegu árás á listina. Spennan var mikil. Stjórnandi gallarísins sem málverkið átti viðurkenndi að í byrjun hefði hann ekki gert sér grein fyrir því hve málið var alvarlegt, hann hefði ekki áttað sig fyrr en hann varð þess var að fréttastofan AFP sendi út fimm fréttaskeyti um það á dag og hann var spurður hvort hann vildi semja handrit að sjónvarpsmynd um gjörninginn.. Og þá þyrmdi yfir hann: "þetta var geðveiki sem ég hef ekki enn náð mér eftir", sagði hann. Eitthvað varð að gera til að sýna að engum vandalisma yrði látið ósvarað. Listamenn svöruðu með festu og alvöruþunga. Hinn 28. október var opnuð voldug sýning í Avigon, borginni þar sem ódæðið var framið, hún var á þremur hæðum og nefndist "Ég kyssi ekki". Fjöldamargir listamenn buðu fram verk sín óbeðnir, sum þeirra voru beinlínis gerð af þessu tilefni, til annarra var leitað, svo og til fjölmargra safna, og fengin voru verk eftir látna listamenn. Allir þekktustu fulltrúar nútímalistar áttu verk á sýningunni, og einnig margir ungir og óþekktir snillingar, og til að koma henni fyrir var annarri sýningu, sem ráðgerð hafði verið, frestað til næsta vors. Sýningin var skipulögð þannig að hún væri í senn stefnuskrá listamanna gegn vandalisma og hefði þar að auki uppeldislegt gildi. Fyrsti hluti hennar fjallaði um "Kossinn" frá öllum sjónarmiðum og -hornum, þar voru frægir kossar úr kvikmyndum, gjörningur eftir Orlan frá 1977 sem nefndist "Koss listamannsins", og alls kynns munnar, bæði opnir og lokaðir, "alltaf grípandi og stundum blekkjandi" eins og blaðamenn komust að orði, eftir listamenn eins og Andy Warhol o.fl. Í öðrum hluta sýningarinnar var farið lengra. Þar var t.d. sýnt að ógerningur væri að vernda listaverk fyllilega án þess að listin sjálf hyrfi við það. Verk eftir Daniel Buren átti að minna á hvernig fjölmiðlar gætu með sínu myrkravaldi snúið almenningi upp á móti skapandi list (það var í tilefni röndóttu súlnanna sem hann tróð niður í 18. aldar súlnagarðinum í Palais Royal í París við fremur litla hrifningu), og Anselm Kiefer sýndi andstöðuna milli hins nauðsynlega ofbeldis listarinnar og marklauss ofbeldis myndbrjótanna. Svo vantaði að sjálfsögðu ekki Mónu Lísu með skegg eftir Marcel Duchamp og átti hún að vera til sönnunar fyrir því að viðbót sína hefði listamaðurinn að vísu krotað á eftirprentun en ekki frummyndina sjálfa, sem enn hangir skegglaus í Louvre það best verður séð. En þriðji hlutinn var hápunktur sýningarinnar, hann var í mjallahvítum sal og allur gerður hinu kossi spillta verki Cy Womblys til virðingar. Þar var m.a. þrískipt mynd eftir Robert Ryman sem hafði hlotið svipuð örlög og minnti menn nú á hve viðkvæm öll hin listræna arfleifð getur verið. Hún var nefnilega einnig snjóhvítur einlitungur sem fengið hafði á sig samskonar kossafar fyrir fimmtán árum (en það sýnir hið lifandi samhengi í sögu nútímalistar). Myndin hafði verið hreinsuð og fengið aftur sinn tandurhvíta lit. En eftir því sem árin höfðu liðið, hafði varalitsmerkið smám saman komið fram aftur. "Þetta er eins og merki um dóm guðs", sagði eigandi gallerísins, og virtist það vera honum nokkur huggun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun