Partí-Hanz rindill við hlið helmassaðs Gaz-manns Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 9. janúar 2008 06:00 Vöðvaðir tónlistarmenn í vanda Gaz-mann hefur bætt á sig 15 kg frá því í undankeppninni en Party-Hanz aðeins sett á sig tvö. Vísir/Anton „Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira. Eurovision Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira.
Eurovision Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira