Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins 1. febrúar 2008 00:01 Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma. Pólstjörnumálið Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma.
Pólstjörnumálið Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira