Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum 5. febrúar 2008 00:01 Langstærstur hluti fíkniefnanna sem fundust í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Tvö kíló til viðbótar fundust í Færeyjum, í skotti bíls hjá 24 ára Íslendingi. Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira