Skaðinn af REI-málinu Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. febrúar 2008 06:00 Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun