Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli 16. febrúar 2008 00:01 Fáskrúðsfjarðarmál, skútusmygl, dómur Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira