Í einangrun í fjóra mánuði í Færeyjum Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2008 00:01 Maðurinn hefur setið í einangrun í fjóra mánuði í Þórshöfn í Færeyjum. Íslendingurinn sem hefur setið í fangelsi í Færeyjum vegna Pólstjörnumálsins hefur verið í einangrun í nær fjóra mánuði. Mál hans verður dómtekið í byrjun apríl. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var þá settur í einangrun. Októbermánuð allan var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu, en síðan var hann aftur settur í einangrun í lok þess mánaðar og er þannig vistaður enn. Íslendingurinn verður ákærður fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum svo og aðild að Pólstjörnumálinu í heild sinni. Sex íslenskir karlmenn voru dæmdir í því máli í gær. Varðandi einangrunarvistina segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli Íslendingsins, að ástæða þess að fólki sé haldið í einangrun sé sú að grunur leiki á um að viðkomandi hafi möguleika til að hafa áhrif á framburð vitna. Hún kveðst ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna mál, til að mynda hvers vegna Íslendingurinn hafi verið settur aftur í einangrun. Saksóknari segir að Íslendingurinn fái að fara út öðru hvoru en megi ekki umgangast aðra en starfsmenn fangelsisins. „Við notum sjaldan einangrunarvist hér í Færeyjum,“ segir saksóknari. „En þarna er um mjög alvarlegan glæp að ræða og að mati ákæruvaldsins er enginn annar kostur í stöðunni. Við endurmetum stöðuna í hverri viku.“ Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl. Tólf manna kviðdómur verður kallaður til en það er gert þegar brotið er talið geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Íslendingurinn sem hefur setið í fangelsi í Færeyjum vegna Pólstjörnumálsins hefur verið í einangrun í nær fjóra mánuði. Mál hans verður dómtekið í byrjun apríl. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var þá settur í einangrun. Októbermánuð allan var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu, en síðan var hann aftur settur í einangrun í lok þess mánaðar og er þannig vistaður enn. Íslendingurinn verður ákærður fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum svo og aðild að Pólstjörnumálinu í heild sinni. Sex íslenskir karlmenn voru dæmdir í því máli í gær. Varðandi einangrunarvistina segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli Íslendingsins, að ástæða þess að fólki sé haldið í einangrun sé sú að grunur leiki á um að viðkomandi hafi möguleika til að hafa áhrif á framburð vitna. Hún kveðst ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna mál, til að mynda hvers vegna Íslendingurinn hafi verið settur aftur í einangrun. Saksóknari segir að Íslendingurinn fái að fara út öðru hvoru en megi ekki umgangast aðra en starfsmenn fangelsisins. „Við notum sjaldan einangrunarvist hér í Færeyjum,“ segir saksóknari. „En þarna er um mjög alvarlegan glæp að ræða og að mati ákæruvaldsins er enginn annar kostur í stöðunni. Við endurmetum stöðuna í hverri viku.“ Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl. Tólf manna kviðdómur verður kallaður til en það er gert þegar brotið er talið geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira