Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg 24. febrúar 2008 00:01 Íslenskur maður hefur nú setið í einangrun í um 120 daga í Færeyjum eða fjóra mánuði. Fréttablaðið/guðmundur sigurðsson „Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk Pólstjörnumálið Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
„Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk
Pólstjörnumálið Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira