Bændasamtökin grunuð um að starfa fyrir bændur Ögmundur Jónasson skrifar 1. apríl 2008 00:01 Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun