Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti 17. nóvember 2008 21:31 Benedikt Guðmundsson er eflaust farinn að sjá eftir samkomulaginu sem hann gerði við leikmenn sína Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr. Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44
Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14